Úr Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní.

Þess má vænta að dansflokkurinn finni sér stað meðal Austurríkismanna þar sem þau geta stutt íslenska landsliðið í fótbolta í baráttu sinni um að komast í 16 liða úrslit á EM 2016.

Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingum vegnar vel á erlendri grundu, hvort sem það er í boltanum eða í listgreinum, en sýningar dansflokksins á Black Marrow hafa hlotið mikið lof erlendis og eru áframhaldandi sýningaferðir á dagskrá flokksins á komandi mánuðum.

miðvikudagur, 22. júní 2016

Dansverkið Saving History sýnt í Noregi

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Stamsund Teaterfestival í Noregi, en hátíðin fer fram dagana 24.-28.maí.

Katrín mun sýna sólódansverkið Saving History, en verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014 og hefur síðan verið sýnt víða, meðal annars á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri og Tanzfest Basel, stórri danshátíð í Sviss. Þekktir sviðslistamenn sýna á hátíðinni í Stamsund, meðal annars leikhópurinn Wakka Wakka, bandaríska listakonan Ann Liv Young og sænski danshöfundurinn Marten Spangberg.

Langanir og þrár dansaranna í forgrunni

Sýning Íslenska dansflokksins, Persóna, var frumsýnd 4. Maí síðastliðin á Nýja sviði Borgarleikhússins og eru aðeins tvær sýningar eftir, föstudaginn 20. Maí og hátíðarsýning á Listahátíð Reykjavíkur sunnudaginn 22. Maí. Persóna er einstakt og persónulegt danskvöld þar sem frumflutt eru tvö ný dansverk eftir þrjá íslenska danshöfunda þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

Í kastljósinu

Sigyn Blöndal steig sín fyrstu dansspor í Dansstúdíói Alice árið 1987, þá fimm ára. Þaðan lá leiðin í Jazzballettskóla Báru ...

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 29. apríl ár hvert. Hér má lesa meira um daginn og dagskrána.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is