Úr Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní.

Þess má vænta að dansflokkurinn finni sér stað meðal Austurríkismanna þar sem þau geta stutt íslenska landsliðið í fótbolta í baráttu sinni um að komast í 16 liða úrslit á EM 2016.

Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingum vegnar vel á erlendri grundu, hvort sem það er í boltanum eða í listgreinum, en sýningar dansflokksins á Black Marrow hafa hlotið mikið lof erlendis og eru áframhaldandi sýningaferðir á dagskrá flokksins á komandi mánuðum.

miðvikudagur, 22. júní 2016

Dansverkið Saving History sýnt í Noregi

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Stamsund Teaterfestival í Noregi, en hátíðin fer fram dagana 24.-28.maí.

Katrín mun sýna sólódansverkið Saving History, en verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014 og hefur síðan verið sýnt víða, meðal annars á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri og Tanzfest Basel, stórri danshátíð í Sviss. Þekktir sviðslistamenn sýna á hátíðinni í Stamsund, meðal annars leikhópurinn Wakka Wakka, bandaríska listakonan Ann Liv Young og sænski danshöfundurinn Marten Spangberg.

Langanir og þrár dansaranna í forgrunni

Sýning Íslenska dansflokksins, Persóna, var frumsýnd 4. Maí síðastliðin á Nýja sviði Borgarleikhússins og eru aðeins tvær sýningar eftir, föstudaginn 20. Maí og hátíðarsýning á Listahátíð Reykjavíkur sunnudaginn 22. Maí. Persóna er einstakt og persónulegt danskvöld þar sem frumflutt eru tvö ný dansverk eftir þrjá íslenska danshöfunda þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

Í kastljósinu

Bára dansaði samkvæmisdansa frá unga aldri og æfði fimleika með Ármanni. Meðfram námi í MR byrjaði hún svo að æfa ...

Alþjóðlegi dansdagurinn

Alþjóðlegi dansdagurinn er haldinn hátíðlegur um heim allan 29. apríl ár hvert. Hér má lesa meira um daginn og dagskrána.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is