Félag íslenskra listdansara 70 ára

Íslensk listdanssena hefur sjaldan verið öflugri

Félag íslenskra listdansara var stofnað 27.mars árið 1947 en stofnun FÍLD markaði upphaf áralangrar baráttu og uppbyggingar á listgreininni hérlendis.

FÍLD stendur fyrir afmælisfögnuði í Dansverkstæðinu Skúlagötu 30, föstudaginn 31.mars. Boðið verður upp á hátíðardagskrá sem hefst með hátíðarskál kl.17 og heldur síðan áfram í formi DANSMARAÞONS frá kl.18 – 21. Aðgangur er ókeypis og eru allir dansarar og dansunnendur velkomnir.

sunnudagur, 26. mars 2017

Samtímadansnemendur LHÍ

Samtímadansnemendur LHÍ safna fyrir námsferð til Ísrael á Karolina Fund

Frá stofnun Samtímadansbrautar LHÍ árið 2007 hafa fjölmargir erlendir kennarar komið til landsins og kennt við brautina auk þess sem nemendahópur brautarinnar kemur víðs vegar að. Alþjóðlegt umhverfi námsins felur í sér tækifæri og nýjar víddir fyrir nemendur og kennara skólans. Samtímadansnemendur Listaháskóla Íslands eru á leið í námsferð til Ísrael næsta janúar þar sem að þau munu komast í tengsl við danssenuna þar. Í Ísrael mun hópurinn sameinast kennurum sínum Emmu Rozgoni og Noam Carmelli og vinna dýpra inn í ferli sem byrjaði hér heima í ágúst 2016. Til að fjármagna ferðina eru þau nú að opna söfnunarsíðu hjá Karolina Fund og leita eftir stuðningi almennings. Hægt er að fylgjast með ferlinu þeirra inni á Facebook síðu hópsins, REAL Collective. Hópurinn stendur einnig fyrir viðburðinum, REAL Monday.

Nánar um verkefni hópsins má lesa á facebooksíðunni.

sunnudagur, 26. mars 2017

Ballettsólókeppnin Stora Daldansen

Þrír nemendur Listdansskóla Íslands taka þátt í ballettsólókeppninni Stora Daldansen – Nordic Baltic Ballet Competition

Dagana 16.-18. mars er haldin Norræn- /Eystrasalts-ballettsólókeppni í Falun í Svíþjóð þar sem saman koma bestu nemendur þessara landa til að keppa í ballett.

Ísland hefur sent nemendur í þessa keppni um árabil og best náð þriðja sæti þegar Ellen Margrét Bæhrenz tók þátt árið 2010 og 2014 þegar Helga Krisín Ingólfsdóttir vann áhorfendaverðlaunin. Keppendur eru á bilinu 35-40 og þar á meðal nemendur sem hafa náð miklum árangri í keppnum sem þessum. Samkeppnin er því gríðarlega hörð um sætin 15 í úrslitum en hvernig sem fer þá er keppni sem þessi virkilega góð og dýrmæt reynsla fyrir þá nemendur sem fara út.

þriðjudagur, 14. mars 2017

FÉLAG ÍSLENSKRA LISTDANSARA 70 ÁRA!

Afmælisfögnuður FÍLD föstudaginn 31.mars í DANSVERSKTÆÐINU

HÁTÍÐARSKÁL og DANSMARAÞON

Félagsmönnum og velunnurum íslenskrar danslistar er boðið í afmæli. Heiðrum starfsemi FÍLD og allt það góða fólk sem hefur komið að uppbyggingu danssenunnar á Íslandi.

Dagskrá

Hátíðarskál kl.17-18
Dansmaraþon kl.18–21

Vilt þú taka þátt í Dansmaraþoninu ?

DANSMARAÞONIÐ er opið öllum þeim sem vilja heiðra íslenskan listdans í tilefni tímamótana. Þátttakan er opin öllum, áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í gegnum netfangið formadur@dance.is fyrir 24.mars. Hver þátttakandi hefur að hámarki 15 mínútur til umráða en annars er formið frjálst. Við hverjum alla til að skrá sig og gera þennan hátíðarviðburð sem eftirminnilegastan,atvinnudansarar, dansnemar, áhugamannadansarar, velunnarar íslenskrar danslistar og aðrir snillingar!

Hlökkum til að sjá sem flesta,
Hátíðarkveðja,
Stjórn FÍLD

föstudagur, 10. mars 2017

VERA

VERA er nýtt dansverk eftir Unu Björgu Bjarnadóttur og er unnið í nánu samstarfi við tónlistarkonuna Sigrúnu Jónsdóttur - SiGRUN.
Vidjólistamenn eru Dagur Benedikt Reynisson og Þórunn Ylfa Brynjólfsdóttir.

Verkið hefur þá sérstöðu að vera spuni frá byrjun til enda; tónlistin, dansinn og vidjóið.

VERA er sýnt í Lækningaminjasafninu, á laugardaginn 25. febrúar og sunnudaginn 26. febrúar kl. 16:00.

Miðaverð er 2000 kr. en því miður er enginn posi á staðnum.
Börn og unglingar undir 16 ára fá frítt.

föstudagur, 24. febrúar 2017

Úr Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet

Landsliðið í dansi heldur til Austurríkis

Íslenski dansflokkurinn heldur til Austurríkis í nótt þar sem flokkurinn mun sýna dansverkið Black Marrow eftir Ernu Ómarsdóttur og Damien Jalet á Sommerszene í Salzburg 24. júní og 25. júní.

Þess má vænta að dansflokkurinn finni sér stað meðal Austurríkismanna þar sem þau geta stutt íslenska landsliðið í fótbolta í baráttu sinni um að komast í 16 liða úrslit á EM 2016.

Það er alltaf ánægjulegt þegar Íslendingum vegnar vel á erlendri grundu, hvort sem það er í boltanum eða í listgreinum, en sýningar dansflokksins á Black Marrow hafa hlotið mikið lof erlendis og eru áframhaldandi sýningaferðir á dagskrá flokksins á komandi mánuðum.

miðvikudagur, 22. júní 2016

Dansverkið Saving History sýnt í Noregi

Katrín Gunnarsdóttir danshöfundur er meðal þeirra listamanna sem koma fram á Stamsund Teaterfestival í Noregi, en hátíðin fer fram dagana 24.-28.maí.

Katrín mun sýna sólódansverkið Saving History, en verkið var frumsýnt við frábærar viðtökur á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2014 og hefur síðan verið sýnt víða, meðal annars á Act Alone einleikjahátíðinni á Suðureyri og Tanzfest Basel, stórri danshátíð í Sviss. Þekktir sviðslistamenn sýna á hátíðinni í Stamsund, meðal annars leikhópurinn Wakka Wakka, bandaríska listakonan Ann Liv Young og sænski danshöfundurinn Marten Spangberg.

sunnudagur, 22. maí 2016

Langanir og þrár dansaranna í forgrunni

Sýning Íslenska dansflokksins, Persóna, var frumsýnd 4. Maí síðastliðin á Nýja sviði Borgarleikhússins og eru aðeins tvær sýningar eftir, föstudaginn 20. Maí og hátíðarsýning á Listahátíð Reykjavíkur sunnudaginn 22. Maí. Persóna er einstakt og persónulegt danskvöld þar sem frumflutt eru tvö ný dansverk eftir þrjá íslenska danshöfunda þar sem dansarinn sjálfur er í forgrunni.

þriðjudagur, 17. maí 2016

Vera og vatnið

Sunnudaginn 10. apríl frumsýnir Bíbí & blaka nýtt dansverk fyrir börn!

Sýningar verða klukkan 14:00 og 15:30 og fara miðapantanir í gegnum thebirdandthebat@gmail.com.
Sýningafjöldi er mjög takmarkaður og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst :)

Vera og vatnið er nýjasta verk sviðslistahópsins Bíbí & blaka. Sýningin fjallar um veruna Veru og kynni hennar af allskyns veðri og vindum, stormi, regni og frosti. Hún tekur um 25 mínútur í flutningi og að henni lokinni fá börnin tækifæri til að kanna sviðið og leika sér í sviðsmyndinni.

Sýningin er ætluð 1-5 ára börnum og fjölskyldum þeirra.

miðvikudagur, 6. apríl 2016

Óskað er eftir framboðum til stjórnar Listaháskóla Íslands.

Bakland Listaháskóla Íslands auglýsir eftir framboðum til stjórnar Listaháskóla Íslands. Bakland Listaháskóla Íslands skipar þrjá fulltrúa af fimm í stjórn Listaháskólans og kjörtímabil hvers stjórnarmanns er þrjú ár. Kosið er um eitt sæti stjórnarmanns og eins til vara ár hvert.

Stjórnin stendur vörð um hlutverk skólans og gætir þess að starfsemin þjóni settum markmiðum. Hún ber ábyrgð á rekstri, fjárhag, eignum og ákvarðar skólagjöld. Stjórnin ræður jafnframt í stöðu rektors. Stjórnarfundir eru að jafnaði mánaðarlega og er stjórnarsetan launuð.

mánudagur, 14. mars 2016

KVIKA

KVIKA eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Reynslan sem býr í líkamanum

Frumsýnt verður 3.mars í Kassanum, Þjóðleikhúsinu en aðrar sýningar eru 5., 11., 12., og 15.mars, en eftir sýninguna 12.mars er svo boðið upp á umræður.

Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar?

Kvika er verk fyrir fimm einstaklinga og áhorfendur.

Katrín Gunnarsdóttir er í fremstu röð ungra danshöfunda og hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem vakið hafa verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up.

Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg

föstudagur, 26. febrúar 2016

Sónar kynnir íd & rdf svið á Sónar Reykjavík 2016.

Íslenski dansflokkurinn, Reykjavík Dance Festival og Sónar Reykjavík kynna með stolti Íd & RDF dagskrá sem er tileinkuð samspili dans og tónlistar fimmtudaginn 18. febrúar á Sónar Reykjavík í Hörpunni.

Tryggðu þér fimmtudagspassa Íd & RDF á aðeins 4.990 kr og tryggðu þér kvöld fullt af geggjaðri tónlist og trylltum dansi. Vinsamlegast athugið að það er mjög takmarkað magn passa í boði.

Þetta fyrsta samstarf þessara þriggja aðila býður upp á magnaða dagskrá listamanna sem mun án efa skemmta áhorfendum ásamt því að koma þeim út á dansgólfið. Dagskráin inniheldur verkið All Inclusive, stjórnað af Martin Kilvady við tónlist eftir dúettinn Mankan, ásamt framkomu RDF studdra listamannanna Milkywhale og danshöfundarins Sögu Sigurðardóttur í samstarfi við Good Moon Deer.

föstudagur, 12. febrúar 2016

This Conversation is Missing a Point

This Conversation is Missing a Point er nýtt íslenskt dansverk.

Verkið fjallar á kómískan hátt um það hvernig manneskjur geta verið misskildar. Hvað má segja og hvenær? Vitum við yfir höfuð eitthvað?

fimmtudagur, 15. október 2015

Petra by Dance For Me

Saturday 17th + 30th of October in Tjarnarbíó
(With both English and Icelandic subtitles)

Dance For Me is a performance group based in Reykjavík. Lead by actor/director Pétur Ármannsson (IS) and dancer/choreographer Brogan Davison (UK), Dance For Me create original performances usually for stage. The group have extensively toured Iceland bringing performances to rural parts of the country as well as taking projects abroad; to Canada, Germany, Finland, Denmark, Norway and the UK in venues including Mousonturm in Frankfurt, BIT Teatergarasjen in Bergen, Tampere Theatre Festival in Finland and the núna (now) festival in Canada. In 2013 Dance For Me were nominated for the project Dance for me as “Dance Show of the Year”, won the “Readers Choice” award in the Icelandic DV Culture Awards 2013 and were nominated for "The Space To Dance" award by Southeast Dance in the UK. Brogan was later nominated as “Choreographer of the Year” and Brogan and Pétur as “Best Newcomers” in the Icelandic Theatre Awards in 2014 for the same project.

Miðasala á midi.is

fimmtudagur, 15. október 2015

THE LOVER á Het Theaterfestival

Bára Sigfúsdóttir danshöfundur mun sýna sólóverk sitt THE LOVER á Het Theaterfestival hátíðinni sem fer fram í Brussel þessa dagana. Hátíðin er haldin árlega við upphaf leiklistarársins og samanstendur af sýningum sem vakið hafa athygli á árinu sem leið. Bára frumsýndi THE LOVER þann 27. mars í Beursschouwburg leikhúsinu á Performatik tvíærungs hátíðinni og 50 ára afmæli leikhúsins. Verkið var einnig sýnt á TAZ (Theater aan Zee) hátíðinni í sumar og hefur verið valið sem 1 af 5 verkum CircuitX tengslanetsins (2015-2016) og verður þar að leiðandi sýnt víða í flæmskumælandi hluta Belgíu og Hollandi á komandi ári.

Upplýsingar og dagsetningar framundan:

https://www.facebook.com/events/371426816401939/

Het Theaterfestival: http://www.theaterfestival.be/2015/lover

TAZ (Theater aan Zee): http://taz2015.theateraanzee.be/nl/programma/detail/the-lover-variation-on-location

Circuit X: http://www.circuitx.be

miðvikudagur, 9. september 2015

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is