Mercat de les Flors

Emilía Benedikta Gísladóttir er búin að vera að sýna með Compañia Nacional de danza (CND) í Mercat de les Flors þessa vikuna. Hún dansaði í verkinu Babylon sem er eftir spænsku danshöfundana, Arantxa Sagardoy og Alfredo Bravo.

þriðjudagur, 30. október 2012

Vinnslan #4

ERT ÞÚ MEÐ HUGMYND Í VINNSLU?
OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR

Vinnslan #4 verður haldin á Norðurpólnum laugardagskvöldið 8.desember 2012

þriðjudagur, 30. október 2012

Námskeið á Dansverkstæðinu

Núna um helgina, 26.-28. október, mun Dansverkstæðið halda spennandi vinnustofu fyrir dansara, leikara, tónlistarmenn, myndlistarmenn og aðra áhugasama. Þessi vinnustofa er með hinum þekkta finnska tónlistarmanni Tapani Rinne og félaga hans Teho Majamaki.

föstudagur, 26. október 2012

Retrograde í Danmörku

Menningarfélagið er um þessar mundir í Árósum í Danmörku með dansverkið Retrograde. Verkið verður sýnt á hátíðinni Junge Hunde en leikhúsið Bora Bora sem er leikhús fyrir dans- og sviðslistir í Árósum heldur utan um hátíðina.

laugardagur, 20. október 2012

Við sáum skrímsli í Berlín

Erna Ómarsdóttir og Shalala sýna nú Við sáum skrímsli á Berliner Festspiele. Sýningarnar verða þrjár en einnig mun Lazyblood halda tónleika á hátíðinni. Skrímlsunum hefur verið mjög vel tekið og uppselt á allar sýningar.

laugardagur, 6. október 2012

Ný stuttmynd í bígerð

Ný dansmynd, hreyfimynd eða "Physical cinema" er í vinnslu þessa dagana hjá Helenu Jónsdóttur, tónskáldaleit, klippivinna og danshönnun.

fimmtudagur, 4. október 2012

Spennandi námskeið framundan á Dansverkstæðinu

Finnski tónlistarmaðurinn Tapani Rinne og samstarfsmaður hans Teho Majamaki eru á leið til landsins í lok október til að halda námskeið á Dansverkstæðinu. Skoðað verður samband tónlistar og hreyfinga og hið lifandi leikhús.

miðvikudagur, 3. október 2012

Íslenski dansflokkurinn - Októberuppfærsla

Þann 5. október næstkomandi mun Íslenski dansflokkurinn frumsýna verkin Hel haldi sínu og It is not a metaphor á Stóra sviði Borgarleikhússins. Verkin eru mjög ólík og munu áhorfendur upplifa skemmtilegar andstæður þar sem dans, tónlist, myndlist og aðrar listir sameinast í því að næra skilningarvit áhorfandans.

mánudagur, 1. október 2012

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is