Sónar kynnir íd & rdf svið á Sónar Reykjavík 2016.

föstudagur, 12. febrúar 2016

All Inclusive

All inclusive býður upp á sjálfkrafa flæði hreyfinga og tónlistar þar sem allt getur gerst. Verkið er undir listrænni stjórn hins virta danshöfundar Martin Kilvady í samstarfi við dúettinn Mankan, sem samanstendur af tónlistarmönnunum Kippi Kaninus og Tom Manoury, auk dansara frá Íslenska dansflokknum og Reykjavík Dance Festival. Martin Kilvady er dansari, danshöfundur og kennari frá Slóvakíu. Hann hefur starfað með nokkrum helstu dansflokkum Evrópu, þar á meðal Rosas, Roberto Olivan og ZOO/Thomas Hauert. Hann er einn af stofnendum Les Slovaks Dance Collective sem hefur komið fram víða um heim, meðal annars á Listahátíð í Reykjavík 2011.

Milkywhale

Milkywhale spratt fram á sjónarsviðið á Reykjavík Dance Festival sumarið 2015, og ,,sigraði Iceland Airwaves” með flutningi sínum, samkvæmt the Reykjavík Grapevine. Milkywhale er samstarfsverkefni FM Belfast meðlimsins Árna Rúnars Hlöðverssonar og dansarans og danshöfundarins Melkorku S. Magnúsdóttur. 

Saga Sigurðardóttir og Good Moon Deer

Saga Sigurðardóttir, ásamt dansher sínum, hefur starfað reglulega með Good Moon Deer og heilluðu þau gagnrýnendur sem og áhorfendur með sýningunni Predator sem frumsýnd var á RDF sumarið 2014. Samstarf þeirra að þessu sinni mun kynna nýtt efni frá þeim, skapað sérstaklega fyrir Sónar Reykjavík. 

Tvær sýningar verða í boði, kl 19.00 og 21.00. Miðinn veitir fullan aðgang dagskrá Sónar Reykjavik á fimmtudagskvöldinu.

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is