KVIKA

föstudagur, 26. febrúar 2016

KVIKA eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Reynslan sem býr í líkamanum

KVIKA eftir Katrínu Gunnarsdóttur
Reynslan sem býr í líkamanuKVIKA eftir Katrínu Gunnarsdóttur

Frumsýnt verður 3.mars í Kassanum, Þjóðleikhúsinu en aðrar sýningar eru 5., 11., 12., og 15.mars, en eftir sýninguna 12.mars er svo boðið upp á umræður.

Í dansverkinu Kviku notar danshöfundurinn Katrín Gunnarsdóttir þá reynslu sem býr í líkamanum sem efnivið listsköpunarinnar. Kvika skoðar líkamlega nærveru og orkuna sem myndast á milli manneskjunnar á sviðinu og áhorfandans. Hvernig skynjum við hvert annað? Hvenær verður líkamlegt ástand að sameiginlegri upplifun? Hvernig tala hreyfingar til okkar?

Kvika er verk fyrir fimm einstaklinga og áhorfendur.

Katrín Gunnarsdóttir er í fremstu röð ungra danshöfunda og hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem vakið hafa verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up.

Katrín Gunnarsdóttir í samstarfi við Þjóðleikhúsið.

Sýningin er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Reykjavíkurborg

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is