Vera og vatnið

miðvikudagur, 6. apríl 2016

Sunnudaginn 10. apríl frumsýnir Bíbí & blaka nýtt dansverk fyrir börn!

Sýningar verða klukkan 14:00 og 15:30 og fara miðapantanir í gegnum thebirdandthebat@gmail.com.
Sýningafjöldi er mjög takmarkaður og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst :) 

Vera og vatnið er nýjasta verk sviðslistahópsins Bíbí & blaka. Sýningin fjallar um veruna Veru og kynni hennar af allskyns veðri og vindum, stormi, regni og frosti. Hún tekur um 25 mínútur í flutningi og að henni lokinni fá börnin tækifæri til að kanna sviðið og leika sér í sviðsmyndinni.

Sýningin er ætluð 1-5 ára börnum og fjölskyldum þeirra.

Höfundar: Bíbí & blaka hópurinn
Dans: Tinna Grétarsdóttir
Flutningur: Snædís Lilja Ingadóttir
Tónlist: Sólrún Sumarliðadóttir
Sviðsmynd og búningar: Guðný Hrund Sigurðardóttir

Bíbí & blaka hópurinn hefur sérhæft í dansverkum fyrir ung börn síðustu ár og hafa fyrri sýningar hópsins, Skýjaborg og Fetta Bretta hlotið einróma lof gagnrýnanda. Hlutu þær m.a. Menningarverðlaun DV og samtals fimm tilnefningar til sviðslistaverðlauna Grímunnar. Sýningarnar hafa nú verið sýndar hátt í 100 sinnum í leikhúsum og leikskólum hérlendis sem erlendis.

 

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is