Dansverkið Saving History sýnt í Noregi

sunnudagur, 22. maí 2016

Nánar um Saving History:

Saving History er dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Katrínu Gunnarsdóttur. Katrín hefur stundað dans frá unga aldri og ferill hennar sem dansari hófst þegar að hún vann Freestyle keppnina víðfrægu í Tónabæ árið 2001. Í verkinu Saving History, má segja að hún sé að gera upp dansferil sinn, en í verkinu má finna 26 búta frá þeim verkum sem hafa haft áhrif á Katrínu í gegnum tíðina. Í verkinu er ekki aðeins að finna brot úr verkum listdansara, heldur einnig frá Beyonce, Britney Spears,Bollywood og Stomp. Saving history er sýnt á Stamsund Leiklistarhátíðinni þann 27.maí.

Verkið er styrkt af Reykjavíkurborg og Dansverkstæðinu. 

Katrín Gunnarsdóttir (f. 1986) lærði dans við Listaháskóla Íslands og kóreógrafíu við ArtEZ listaháskólann í Hollandi. Eftir útskrift hefur hún unnið víða sem dansari og höfundur, og hefur m.a. dansað með Sögu Sigurðardóttur, Ernu Ómarsdóttur & Shalala og Kris Verdonck. Katrín hefur bæði ögrað og skemmt áhorfendum með frumlegum og djörfum sýningum sem hafa vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis. Hún hlaut Grímuna sem danshöfundur ársins 2013 fyrir sýninguna Coming Up og var nýverið tilnefnd til menningarverðlauna DV í flokki danslistar fyrir verkið Macho Man. Katrín er einnig með meistaragráðu í hagfræði og vinnur sjálfstætt sem sérfræðingur og við rannsóknir.

 www.katringunnarsdottir.com

Félag íslenskra listdansara dance@dance.is www.dance.is